
.
Í kvöld hófst aftur skjálftavirkni við Bláfjöll. Stærsti skjálftinn hingað til mældist 3,5 samkvæmt óyfirförnum mælingum Veðurstofunnar. Upptökin eru nokkrum kílómetrum sunnar en skjálftarnir sem urðu á svæðinu um mánaðarmótin ágúst-september. Stærsti skjálftinn í kvöld fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Fastlega má reikna með framhaldi á þessari virkni næstu klukkustundir og jafnvel sólarhringa miðað við aðrar hrinur á þessum slóðum.
Fréttir um skjálftann í kvöld:
Ruv.is Jarðskjálfti up á 3,5 í Bláfjöllum
Visir.is Jarðskjálfti í Bláfjöllum
Mbl.is Jarðskjálftar við Bláfjöll
Flott síða hjá þér og vel gerð….