Smáskjálftar aukast á ný í Kötlu

Birta á :
Nýlegir skjálftar í Kötlu
Nýlegir skjálftar í Kötlu

.

.

 

Nú virðist vera farin í gang hefbundin síðsumars og haustvirkni í Kötlu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem fengin er af vef Veðurstofunnar.  Smáskjálfta virkni hefur verið undanfarna sólarhringa bæði í Kötluöskjunni og undir Goðabungu.  Búast má við áframhaldandi smáskjálftavirkni næstu mánuði en ekkert bendir enn til frekari tíðinda í Kötlu.

Undanfarnir mánuðir hafa verið með afbrigðum rólegir hvað jarðskjálftavirkni varðar á og við landið og fátt fréttnæmt gerst.  Smáskjálftar hafa þó verið í víð og dreif eins og endranær , helst á Suðurlandi, úti fyrir Norðurlandi og í norðanverðum Vatnajökli.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top