Snarpir manngerðir skjálftar á Hellisheiði

Birta á :

Dæling Orkuveitu Reykjaviku á affallsvatni í sprungur nærri Hellisheiðavirkjun hefur valdið jarðskjálftum á svæðinu undanfarnar vikur.  Nú í morgun urðu á annað hundrað skjálfta og þar af tveir upp á  tæplega 4 á Richter og fundust þeir víða á Suðvesturlandi.   Snarpastir eru skjálftarnir í Hveragerði sem er mjög nærri upptökunum.

Skjálftar á þessu svæði geta fræðilega ekki orðið stærri en ca. 6 á Richter vegna þess að jarðskorpan á svæðinu er það þunn að hún getur ekki orsakað sterkari skjálfta.  Skjálftar upp á 6 á Richter eru þó stórir skjálftar á Íslenskan mælikvarða.  Það er ekki hægt að útiloka að þessi vatnsdæling OR komi slíkum skjálftum að stað.  Kenningar hafa heyrst að þessir smáskjálftar dragi úr spennu á svæðinu og minnki þar með líkur á stórum skjálftum.  Þetta er þó algjörlega óstaðfest og réttlætir tæplega þær starfsaðferðir OR sem koma af stað jarðskjálftum.

Menn hafa velt fyrir sér hvort þetta geti valdið eldgosi á svæðinu.  Því er til að svara að það er nánast útilokað.  Skjálftarnir er nærri sprungusvæði Hengils en virðast þó ekki vera inná því og ekki nærri kvikuhólfi eldfjallsins.   Vissulega eru dæmi um að jarðskjálftar hafi komið eldgosum af stað.  Eitt skýrasta dæmi um slíkt er þegar skjálfti uppá 5 á Richter í Bárðarbungu kom af stað Gjálpargosinu í Grímsvatnaeldstöðinni árið 1996.  Aðstæður eru þó talsvert aðrar á þessum slóðum enda Hengillinn ekki nándar nærri eins virkt eldfjall eins og eldstöðvarnar undir Vatnajökli.  En hvað sem því líður ætti menn að forðast það að storka náttúrunni á þennan hátt.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í morgun.

Fréttir um skjálftana:

mbl.is  Skjálftar upp á 3,8 stig

Visir.is – Tveir snarpir jarðskjálftar nærri Hveragerði

Ruv.is – Manngerðir skjálftar upp á 4

Process of water pumping  in cracks near Hellisheiðavirkjun (Hellisheiði Geothermal Plant) has  caused earthquakes in the region in recent weeks. Now this morning more than a hundred tremors occurred and two of them nearly 4 on the Richter scale.  They were felt widely in Southwest Iceland.

Earthquakes in this region can theoretically not be larger than approx. 6 on the Richter scale because the crust in the region is thin, it can not cause a stronger earthquake. Earthquakes up to 6 on the Richter scale are however  large earthquakes by Icelandic standards. It can not be ruled out that the water pumping process can cause such a tremor.  Theories have been  heard that these tremors  reduce regional tensions and reduces the likelihood of a large earthquake. This is completely unconfirmed and does not justify  the procedure of  OR to trigger earthquakes.

Some have wondered whether this might cause an eruption in the area. Therefore, to answer that it is virtually impossible. The earthquakes are close to the Hengill fissure system  but do not seem to be in it and not near the magma chamber of the volcano. Certainly there are examples of earthquakes where eruptions have been triggered. One of the clearest examples of this is when the earthquake of 5 on the Richter scale in Bárðarbunga came off  Gjálp eruption in Grímsvötn volcano in 1996. Conditions are considerably others in the area as Hengill is proximity not nearly as active volcano as the volcanoes in the Vatnajökull peninsula. But whatever the case, people should avoid it to play games with the nature  in this way.

The Image source is  the Icelandic Meteorological Office website and shows the epicenter and in the morning.

4 thoughts on “Snarpir manngerðir skjálftar á Hellisheiði”

  1. Hvar í heiminum hafa verið framkallaðir þúsundir jarðskjalfta af mannavöldum í virku eldfjalli??? Þætti vænt um að fá að heyra það ef einhver veit,furðulegt að fjölmiðlar hafi ekki spurt um þessa einföldu spurningu.

  2. Super volcano eruptions bring Ice Ages-http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-2048432/Secret-volcanic-super-eruptions-happen-100k-years-unlocked.html
    Glacials start with volcanic clouding:
    Νοw quakes – volcanic activity – cloud cover – storms – floods rise, as happened just before world-devastating 5year 1815-20 Tambora volcanic winter and during most of the Little Ice Age, that provoked the cannibalic COLLAPSE of deforestating Mayas, Aztecs, Incas…

    If altruist rescuers coordinate, humankind may revive truce and mutual-aid to AVERT next ice age!
    http://3.bp.blogspot.com/-nvSG3nbwTJU/TikXuPeac1I/AAAAAAAAAvg/gQthSGp13JQ/s1600/volcanic+crater+cap+2.jpg.

    We immediately must test the proposal to AVERT volcanic winter through crater-caps/grids hold by zeppelins over extra active volcanoes to prevent ash ejection to the stratosphere: the begining of every ice age. Alternatively, we can bomb them with NO nuclear weapons.
    OPEN PUBLIC DIALOGUE, DECENTRALIZATION and GLOBAL AFFORESTATIONS offer food and wood, promote mutual-aid and prevent cannibalism.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top